Vatnsverk við Grund 2024

Vatnið er eitt af frumefnum jarðar síkvikt í sífeldri hringrás í tíma og rúmi. Það sprettur fram úr könnu af forn grískum uppruna  sem tengir daglegt líf okkar í þúsundir ára, seitlar um stokka og steina, myndar ljósbrot, líður hjá uns það hverfur í hringiðu af snúningi jarðar. Hefst aftur á nýjan leik og fellur á öðrum stað og annarri stundu.